Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Fréttir | 04. júlí 2020 - kl. 08:58
Blönduósbær á afmæli í dag
Fékk kaupstaðarréttindi fyrir 32 ári

Í dag eru 32 ár síðan Blönduós hlaut bæjarréttindi og kallaðist upp frá því Blönduósbær. Blönduós var upphaflega í Torfalækjarhreppi en varð að sérstökum hreppi, Blönduóshreppi, árið 1914 eða fyrir 105 árum síðan. Blönduóshreppur stækkaði 1. febrúar 1936 þegar hann fékk skika úr landi Engihlíðarhrepps. Bæjarréttindi fékk hann 4. júlí 1988 og gat þá kallað sig Blönduósbæ og hélst það nafn áfram við sameiningu við Engihlíðarhrepp 9. júní 2002.

Við þetta má bæta til fróðleiks að 26. júní síðastliðin voru liðin 144 ár síðan Thomas J. Thomsen hóf fyrstur verslun á Blönduósi árið 1876.

Til hamingju Blönduósbær!

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga