Fréttir | 06. júlí 2020 - kl. 21:53
Héraðsmót USAH á Blönduósvelli

Héraðsmót Ungmennasambands Austur-Húnvetninga verður haldið á Blönduósvelli þriðjudaginn 7. júlí og þriðjudaginn 14. júlí og hefst klukkan 18 báða dagana. Mótið er jafnframt minningarmót um Þorleif Arason sem lést 11. nóvember 1991. Mótið er fyrir 10 ára og eldri sem skráð eru í aðildarfélög USAH. Flokkaskipting er eftirfarandi: 10-11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára 16-19 ára og 20 ára og eldri.

Keppnisgreinar:
10-15 ára: 60/100m hlaup, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp og spjótkast.
16 ára og eldri: 100m hlaup, 200m hlaup, 800m/1500m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast og þrístökk (20 ára og eldri).

Veittur er verðlaunapeningur fyrir fyrstu þrjú sætin, stigahæsti einstaklingur í hverjum flokki fær bikar til eignar auk þess fær stigahæsta félagið farandbikar.

Veitt verða verðlaun fyrir besta afrek kvenna og besta afrek karla í kastgreinum til minningar um Þorleif Arason. Hann var slökkviliðsstjóri á Blönduósi og lést aðeins 46 ára gamall. Þorleifur var mikill áhugamaður og þátttakandi í frjálsum íþróttum og voru kastgreinar hans sérgrein. Að auki fær sá́ sem nær besta afreki á mótinu í kastgreinum farandbikar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga