Fréttir | 07. júlí 2020 - kl. 17:47
Friðrik Ómar og Jógvan skemmta á Blönduósi

Friðrik Ómar og Jógvan hafa slegið í gegn víðsvegar um landið í sumar með frábærri skemmtun sem ber heitið Sveitalíf. Þeir koma frá Dalvík og Klakksvík, sannkallaðar dreifbýlistúttur, sem kalla ekki allt ömmu sína. Félagarnir verða í Félagsheimilinu á Blönduósi á morgun, miðvikudaginn 8. júlí klukkan 20.

Efnisskráin er fjölbreytt, skemmtileg tónlist og sögur af þeim félögum sem kitla hláturtaugarnar. Umfram allt frábær kvöldstund framundan með vinsælustu tengdasonum Íslands og Færeyja.

Forsala er hafin á tix.is. Miðar seldir einnig við innganginn. Miðaverð er kr. 3.999. Húsið opnar 30 mínútum fyrir skemmtun.

Hér er titillag tónleikaferðarinnar, Sveitalíf.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga