Fréttir | 09. júlí 2020 - kl. 14:52
Seinni dagur Héraðsmóts USAH er 14. júlí

Fyrri dagur Héraðsmóts Ungmennasambands Austur-Húnvetninga fór fram þann 7. júlí en þar kepptu aðilar frá fjórum aðildarfélögum USAH. Keppt var m.a. í 60m hlaupi, 100m hlaupi, langstökki, hástökki og spjótkasti. Seinni dagurinn verður þriðjudaginn 14. júlí. Þá verður m.a. keppt í 200m hlaupi, 4x100m boðhlaupi, langstökki, hástökki og kringlukasti.

Staðan eftir fyrri daginn er þannig að Umf. Hvöt er með 406,5 stig, Umf. Fram er með 297,5 stig, UMFB er með 160 stig og Geislar er með 71 stig.

Mótið hefst kl. 18:00 á þriðjudaginn kemur og er ástæða til að hvetja alla til að mæta hvort heldur sem keppendur, áhorfendur eða starfsmenn mótsins.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga