Frá Hvammstanga. Ljósm: hunathing.is
Frá Hvammstanga. Ljósm: hunathing.is
Fréttir | 10. júlí 2020 - kl. 14:30
Óskað eftir tilnefningum til umhverfis- viðurkenninga 2020 í Húnaþingi vestra

Nefnd um veitingu umhverfisviðurkenninga í Húnaþingi vestra óskar eftir ábendingum og tilnefningum til umhverfisviðurkenninga í sveitarfélaginu vegna ársins 2020. Með umhverfisviðurkenningum vill nefndin, sem er skipuð af sveitarstjórn Húnaþings vestra, vekja athygli á því sem vel er gert í sveitarfélaginu hvað varðar hirðingu og frágang lóða, snyrtilega sveitarbæi og atvinnulóðir.

Einnig má benda á önnur svæði eða einstaklinga/hópa sem skilið ættu viðurkenningu.

Hægt er að senda tölvupóst á netfangið umhverfisstjori@hunathing.is eða með því að hringja á skrifstofu Húnaþings í síma 455-2400, fyrir 20. júlí næstkomandi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga