Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Fréttir | 13. júlí 2020 - kl. 10:01
Heitavatnslaust í Húnaþingi vestra í dag

Heitt vatn verður tekið af Hvammstanga, Laugarbakka, Miðfirði og Víðidal í dag um klukkan 15 og mun vera lokað í nokkrar klukkustundir. Það getur tekið fram eftir kvöldi að koma vatni á alls staðar. Verið er skipta um dælu í borholu og gera breytingar í dælustöð á Laugarbakka, að því er segir í tilkynningu á vef Húnaþings vestra.

Þjónusturof hitaveitu - ábending til húsráðenda

Hafa þarf í huga að loft getur komist á kerfið þegar vatni er hleypt á að nýju með viðeigandi óhljóðum.

Húsráðendum er bent á að við viðgerðir kunna óhreinindi að fara af stað í lögnum þegar vatni er hleypt á. Því er nauðsynlegt að skola kerfið vel út með því að láta vatn renna um stund. Best er að útskolun fari fram sem næst inntaksstað sé þess kostur.

Sé húsráðandi í vafa um hvernig bregðast á við skal undantekningalaust haft samband við pípulagningameistara.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga