Fréttir | 13. júlí 2020 - kl. 17:52
Sigur í fyrsta heimaleiknum

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar tók á móti Álafossi úr Mosfellsbæ í fimmtu umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla 4. deild B riðli á Blönduósvelli í gær. Markalaust var í hálfleik en á 62. mínútu dró til tíðinda þegar Hlynur Rafn Rafnsson fékk fínt færi og skoraði. Það liðu svo ekki nema sjö mínútur þangað til Hilmar Þór Kárason tvöfaldaði forystu Kormáks/Hvatar og þannig endaði leikurinn, 2-0 í fyrsta heimaleik sumarsins.

Þetta var annar sigurleikurinn í röð hjá Kormáki/Hvöt og er liðið nú með 10 stig í riðlinum, fimm stigum á eftir toppliði SR. Næsti leikur Kormáks/Hvatar fer fram á Blönduósvelli um Húnavökuhelgina eða laugardaginn 18. júlí klukkan 17 en þá kemur Björninn í heimsókn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga