Fréttir | 14. júlí 2020 - kl. 08:25
Sýning á verkum Hjálmars frá Smyrlabergi

Nafli jarðar er heiti sýningar á verkum Hjálmars Stefánssonar frá Smyrlabergi sem opnar í fjóshlöðunni á Kleifum við Blönduós, föstudaginn 17. júlí klukkan 17. Sýningin verður opin alla daga milli klukkan 10 og 22 en henni lýkur sunnudaginn 26. júlí. Hjálmar var húnvetnskur bóndi og daglaunamaður, fæddur árið 1913 en lést 1989. Hann byrjaði að mála myndir á efri árum og skipaði sér í flokk naívista.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga