Heimilisiðnaðarsafnið
Heimilisiðnaðarsafnið
Fréttir | 14. júlí 2020 - kl. 07:59
Aukaúthlutun úr safnasjóði

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu safnaráðs um að flýta aukaúthlutun úr safnasjóði og úthluta 37 styrkjum til safna, að fjárhæð alls 40.124.000 krónur. Þar á meðal eru styrkir til Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi og Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna. Opnað var fyrir umsóknir í maí síðastliðinn og bárust 30 umsóknir frá viðurkenndum söfnum. Að þessu sinni var úthlutunin eyrnamerkt til eflingar á faglegu starfi safnanna og var úthlutun sjóðsins flýtt vegna áhrifa COVID-19 á starfsemi safnanna.

Heimilisiðnaðarsafnið fær 1,5 milljón króna fyrir verkefnið Efling grunnstoða. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna fær 500 þúsund krónur fyrir verkefnið Kvöldstundir í baðstofunni í Syðsta-Hvammi.

Sjá nánari upplýsingar um styrkina á vef Safnaráðs.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga