Verk Hjálmars
Verk Hjálmars
Í fjóshlöðunni
Í fjóshlöðunni
Í fjárhúshlöðunni á tónleikum Góss. Ljósm: Aðsend
Í fjárhúshlöðunni á tónleikum Góss. Ljósm: Aðsend
Frá tónleikum Góss í fjárhúshlöðunni.
Frá tónleikum Góss í fjárhúshlöðunni.
Fréttir | 30. júlí 2020 - kl. 09:41
900 gestir á níu dögum

Síðastliðinn sunnudag lauk sýningunni Nafli jarðar í fjóshlöðunni á Kleifum við Blönduós en þá hafði hún dregið að sér rúmlega 900 gesti á níu dögum. Á sýningunni gat að líta 123 verk eftir listamanninn, fræðimanninn og uppfinningamanninn Hjálmar Stefánsson frá Smyrlabergi (1913-1989) sem bjó á Blönduósi frá 1944 til dauðadags.

Gestahópurinn var fjölbreyttur. Blönduósingar og nærsveitamenn voru auðvitað fjölmennastir enda muna margir vel eftir Hjálmari. Ættingjar listamannsins og unnendur myndlistar um land allt létu sig heldur ekki vanta og komu margir um langan veg, eingöngu til að skoða verkin hans. Eitt kvöldið fékk sýningin liðsauka þegar hljómsveitin Góss spilaði í fjárhúshlöðunni en það kvöld voru hátt í hundrað gestir á Kleifum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga