Fréttir | 02. ágúst 2020 - kl. 10:08
Sannfærandi sigur heimamanna

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar vann sannfærandi sigur á lið SR á miðvikudaginn þegar leikið var í 8. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla 4. deild B riðli. Leikurinn fór fram á Blönduósvelli og endaði 4-2 fyrir heimamenn. Hilmar Þór Kárason skoraði tvívegis í leiknum og Ingvi Rafn Ingvarsson og Oliver James Kelaart Torres skoruðu sitt markið hvor. Hilmar Þór og Oliver James er á meðal markahæstu manna í B riðli.

Oliver James hefur skorað sex mörk og Hilmar Þór fimm. Markahæstur með átta mörk er Aron Daníel leikmaður KFR.

Með sigrinum á miðvikudaginn styrktu heimamenn stöðu sína á toppi riðilsins. Baráttan er samt mjög hörð því einungis sex stig skilja liðin í fyrsta og fimmta sæti að. Óvíst er hvenær næsti leikur fer fram vegna hertra sóttvarnarreglna en hann var á dagskrá 8. ágúst á Hvammstangavelli.   

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga