Fréttir | 05. ágúst 2020 - kl. 11:59
Eitt kórónuveirusmit á Norðurlandi vestra

Einn er í einangrun á Norðurlandi vestra vegna kórónuveirusmits og tíu eru í sóttkví í landshlutanum. Þetta kemur fram á covid.is. Níu kórónuveirusmit greindust innanlands síðasta sólarhring, öll á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Á landinu öllu eru 91 í einangrun með virk smit og 746 í sóttkví. Enginn er á sjúkrahúsi vegna kórónuveirusmits.

Flest eru kórónuveirusmitin á höfuðborgarsvæðinu eða 67 talsins. Á Vesturlandi eru þau níu, Suðurnesjum fjögur, Suðurlandi eitt, Austurlandi eitt, Norðurlandi eystra eitt, Vestfjörðum eitt og fjögur eru óstaðsett.

Sjá nánari upplýsingar á www.covid.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga