Fréttir | 10. ágúst 2020 - kl. 09:38
Flestir söluaðilar veitinga með hlutina í lagi

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur farið í eftirlitsferðir á staði sem selja veitingar í landshlutanum. Hefur hún kannað sóttvarnir og aðgengi gesta að þeim og hvort tveggja metra reglan sé virt, bæði milli manna og borða. Í tilkynningu segir að hjá flestum söluaðilum hafi hlutirnir verið í lagi en aðrir hafi verið beðnir um að gera úrbætur hið snarasta. Lögreglan mun halda áfram sambærilegu eftirliti á meðan hertar sóttvarnarreglur eru í gildi.   

Lögreglan vill minna fólk á handþvott og sótthreinsun og að virða tveggja metra regluna. „Munum að styðja hvort annað á meðan þetta ástand stendur yfir, verum jákvæð og sýnum hvort öðru skilning. Við erum öll almannavarnir,“ segir í tilkynningu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga