Veiddur lax
Veiddur lax
Fréttir | 10. september 2020 - kl. 16:31
100 laxa vika í Miðfjarðará

Alls hafa veiðst 1.507 laxar í Miðfjarðará sem af er sumri og gaf síðasta veiðivika 100 laxa en veitt er á átta stangir í ánni. Miðfjarðará er í þriðja sæti yfir aflahæstu ár landsins og er í fyrsta sæti þeirra vatnakerfa sem byggja veiði ekki alfarið á seiðasleppingum. Laxá á Ásum er komin í 647 laxa og gaf síðasta veiðivika 44 laxa, veitt er á fjórar stangir. Veiði í Blöndu var hætt þegar hún fór á yfirfall og stendur því í stað með 475 laxa. Víðidalsá er komin í 433 laxa með vikuveiði upp á 80 laxa.

Veiðst hafa 335 laxar í Vatnsdalsá og gaf síðasta veiðivika rúmlega 30 laxa. Hrútafjarðará er komin í 277 laxa. Tölur hafa ekki verið uppfærðar fyrir Svartá en 2. september höfðu veiðst 144 laxar í ánni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga