Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 11. september 2020 - kl. 09:03
Gul viðvörun vegna vatnsveðurs

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir daginn í dag og fram á laugardag á Ströndum og Norðurlandi vestra. Gert er ráð fyrir talsverðri eða mikilli rigningu á norðanverðum Ströndum. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát.

Guð viðvörun er einnig í gildi fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga