Fréttir | 11. september 2020 - kl. 15:11
Áfram réttað í Húnavatnssýslum um helgina

Réttarstörf halda áfram í Húnavatnssýslum um helgina. Á morgun, laugardaginn 12. september, verður m.a. réttað í Fossárrétt,  Kjalarlandsrétt og Stafnsrétt í Austur-Húnavatnssýslu og í Hamarsrétt og Þverárrétt í Vestur-Húnavatnssýslu. Landlæknir gaf nýverið út nýjar leiðbeiningar vegna gangna og rétta. Áður hafði verið miðað við tveggja metra nándarmörk og því gefin út tveggja kinda regla, en í kjölfar þess að tveggja metra reglan varð að eins metra reglu er nú í gildi einnar kindar regla.

Einnig hefur þeim fjölgað sem mega sinna réttarstörfum, úr 100 manns í 200. Áfram er mælst til þess að áfengi sé ekki haft um hönd og að hugsað sé að almennum sóttvörnum.

Sjá nánar uppfærðar leiðbeiningar hér.

Síðasta helgi var stærsta réttarhelgi ársins í Húnavatnssýslum en þá var m.a. réttað í Auðkúlurétt, Undirfellsrétt, Víðidalstungurétt, Hrútatungurétt, Bólstaðarhlíðarrétt, Skrapatungurétt, Sveinsstaðarétt og Miðfjarðarrétt.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga