Blönduskóli
Blönduskóli
Tilkynningar | 13. september 2020 - kl. 21:53
Göngum í skólann - Fjölskylduganga
Tilkynning frá Blönduskóla

Þriðjudaginn 15. september verður boðið upp á fjölskyldugöngu klukkan 17:00 í tilefni af verkefninu Göngum í skólann. Lagt verður af stað frá Íþróttamiðstöðinni og genginn rúmlega 3 km hringur um Blönduós, farið verður í gegnum Fagrahvamm, Glaðheima og Hrútey því gæti þessi leið verið torfarin fyrir kerrur/vagna.   

Hvetjum við fjölskyldur til að mæta með okkur í þessa göngu og eiga skemmtilega samverustund með öðrum fjölskyldum í leiðinni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga