Fréttir | 13. september 2020 - kl. 22:12
Sigruðu Stokkseyri og efstir í B riðli

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar sigraði B riðil 4. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu karla en lokaumferðin var leikin í dag. Liðið á móti Stokkseyri á Blönduósvelli og endaði leikurinn 5-2. Hilmar Þór Kárason og Oliver James Kelaart Torres skoruðu tvö mörk hvor og Ingvi Rafn Ingvarsson eitt. Með sigrinum endaði liðið á toppi B riðils með 28 stig eða einu stigi meira en KFR. Bæði liðin fara í úrslitakeppni 4. deildar sem hefst laugardaginn 19. september.

Kormákur/Hvöt leikur gegn KÁ (Knattspyrnufélagið Ásvellir) á laugardaginn og fer fyrri leikurinn fram í Hafnarfirði. Seinni leikurinn verður á Blönduósvelli miðvikudaginn 23. september.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga