Tilkynningar | 14. september 2020 - kl. 16:28
Skjólið auglýsir eftir frístundaleiðbeinendum

Félagsmiðstöðin Skjólið á Blönduósi auglýsir eftir frístundaleiðbeinendum. Umsækjendur þurfa að hafa náð að lágmarki 20 ára aldri og vera reglusamir og góðar fyrirmyndir fyrir börn og unglinga. Umsóknarfrestur er til 21. september næstkomandi.

Eftirtalin atriði eru á meðal þeirra verkefna sem frístundaleiðbeinendur í Skjólinu þurfa að sinna:

  • Skipulagning og undirbúningur á fjölbreyttu tómstundastarfi með börnum og unglingum á aldrinum 10-16 ára.
  • Skipulagning á dagskrá, viðburðum og hópastarfi í samstarfi við annað starfsfólk og unglinga.
  • Hvetja börn og unglinga til þátttöku í fyrirbyggjandi tómstundastarfi og fræðslu.
  • Sækja viðburði, fundi og námskeið á vegum Samfés, Samtökum félagsmiðstöðva á Íslandi.
  • Fararstjórn í 2-3 ferðalögum á ári á vegum félagsmiðstöðvarinnar.
  • Almenn umhirða og reglulegur frágangur á húsnæði félagsmiðstöðvarinnar.

Umsóknarfrestur er til 21. september n.k. og skal umsóknum skilað til forstöðumanns á netfangið pallrunar@blonduskoli.is þar sem einnig er hægt að fá frekari upplýsingar um starfið.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga