Guðrún Björk og Lee Ann. Ljósm: Feykir/Aðsend
Guðrún Björk og Lee Ann. Ljósm: Feykir/Aðsend
Fréttir | 15. september 2020 - kl. 09:21
Körfuknattleiksdeild Hvatar tekin til starfa

Í fréttum Húnahornsins í júní síðastliðnum var sagt frá því að stofnuð hafi verið körfuknattleiksdeild innan Ungmennafélagsins Hvatar á Blönduósi. Deildin er nú tekin til starfa og fóru fyrstu æfingarnar fram í gær. Á vef Feykis er spjallað við formann deildarinnar sem er Lee Ann Maginnis en hún segir meðal annars að stofnendur séu allt mæður barna sem æfðu körfubolta hjá Helga Margeirs sem hefur haft veg og vanda af Körfuboltaskóla Norðurlands vestra.

Lee Ann segir líka að það sé mikill áhugi á körfubolta á svæðinu og að hann hafi smitast frá mikilli körfuboltamenningu á Sauðárkróki. Hún segir að æft verði tvisvar í viku í vetur fyrir börn og unglinga. Á mánudögum og þriðjudögum frá klukkan 19-21. Yngri hópurinn (2009-2012) er klukkan 19 og eldri hópurinn (2005-2008) er klukkan 20.

Lesa má viðtalið við Lee Anna Maginnis hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga