Framkvæmdaráðið með ráðherra á Skagaströnd í gær. Ljósm: FB/Þórdís Kolbrún
Framkvæmdaráðið með ráðherra á Skagaströnd í gær. Ljósm: FB/Þórdís Kolbrún
Fréttir | 15. september 2020 - kl. 20:31
Ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar í heimsókn í Austur-Húnavatnssýslu

Framkvæmdaráð sameiningarnefndar sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu bauð Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, til fundar heim í hérað í gær. Til umræðu voru meðal annars áskoranir og tækifæri svæðisins og svo heimsótti ráðherra fyrirtæki og frumkvöðla í sýslunni, t.d. gagnaverið, Vörusmiðju BioPol og Textílmiðstöð Íslands.

Þórdís fékk einnig kynningu á framleiðslunni á Hólabaki en þar eru framleidd sængurföt, púðar og fleira undur merkjunum Tundra og Lagður. Þá kom hún við á Þrístöpum þar sem verið er að útbúa aðstöðu til að taka á móti ferðamönnum og fékk kynningu um svæðið og sögu þess.

Þórdís segir frá deginum í færslu á Facebook og endar hana á því að segja: „Þetta er auðvitað bara brot af þeim verkefnum sem eru í gangi og ýmislegt spennandi á teikniborðinu að auki. Alltaf ómetanlegt að sjá kraft, hugkvæmni og metnað í verki á ferðum um landið.“

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga