Fréttir | 19. september 2020 - kl. 11:58
Eitt kórónuveirusmit á Norðurlandi vestra

Einn er í einangrun á Norðurlandi vestra vegna kórónuveirusmits og tveir eru í sóttkví í landshlutanum. 75 ný innanlandssmit greindust í gær, flest á sameiginlegri sýkla- og veirufræðideild Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar. Eitt smit greindist við landamæraskimun. Nýjustu tölur hafa verið birtar á covid.is. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 14 í dag.

Á landinu öllu eru 181 í einangrun með virk smit og 765 í sóttkví. Tveir er á sjúkrahúsi vegna kórónuveirusmits. Flest eru kórónuveirusmitin á höfuðborgarsvæðinu eða 159 talsins.

Sjá nánari upplýsingar á www.covid.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga