Mynd: raudikrossinn.is
Mynd: raudikrossinn.is
Tilkynningar | 22. september 2020 - kl. 17:29
Inngangur að neyðarvörnum - netnámskeið
Frá Rauða krossinum í Húnavatnssýslum

Námskeiðið Inngangur að neyðarvörnum verður haldið í fjarnámi fimmtudaginn 24. september næstkomandi. Námskeiðið kemur í stað námskeiðanna sem halda átti á Blönduósi og Hvammstanga og er sérstaklega miðað að svæði Húnavatnssýsludeildar en kennsla fer fram í gegnum fjarfundarforritið Zoom.

Ókeypis er á námskeiðið og skráning fer fram hér.

Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að tölvu með myndavél og hljóðnema til að geta tekið þátt í námskeiðinu.

Helstu efnistök:

  • Kynning á neyðarvörnum Rauða krossins.
  • Opnun fjöldahjálparstöðvar.
  • Samantekt og umræður

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Tryggva Hjört s. 848 - 9336 eða Sveindísi s. 866-7115

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga