Skjáskot af N4.
Skjáskot af N4.
Fréttir | 23. september 2020 - kl. 13:02
Umfjöllun um kirkjugarðinn á Blönduósi á N4

Mikið starf hefur verið unnið í kirkjugarðinum á Blönduósi undanfarin þrjú ár sem vakið hefur verðskulda athygli víða, m.a. hjá norðlensku sjónvarpsstöðinni N4 sem tók nýlega tal af Valdimari Guðmannssyni, formanni kirkjugarðsráðs. Veðrið var ekki upp á sitt vesta þegar sjónvarpsfólkið mætti á Blönduós og því fór viðtalið fram í kúluhúsi Valdimars sem staðsett er í garðinum hans en ekki í kirkjugarðinum eins og til stóð.

Valdimar tók við formennsku í kirkjugarðsráðinu fyrir sirka þremur árum síðan og var þá gerð áætlun um úrbætur í kirkjugarðinum á Blönduósi sem unnið hefur verið markvisst að. Byrjað var á því að setja upp upplýsingaskilti í garðinum sem er um alla þá sem þar hvíla. Svo voru stígar settir og bílastæði malbikað en stærsta verkefnið var að gera við kirkjugarðsvegginn. Næst á dagskrá er að setja upp geymsluhús í garðinum en allt efni er komið á staðinn.

Viðtalið við Valdimar má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga