Skjáskot af N4
Skjáskot af N4
Fréttir | 23. september 2020 - kl. 13:24
N4 í heimsókn á Húnavöllum

Norðlenska sjónvarsstöðin N4 var á ferðinni í Húnavatnshreppi nýverið. Sjónvarpsfólkið kom við á Húnavöllum, heimsótti Húnavallaskóla og ræddi við Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóra sveitarfélagsins um rafhleðslustöðvar. Rætt er við Sigríði Bjarneyju Aadnegard, skólastjóra Húnavallaskóla og stærðfræðikennarana Kristínu Jónu Sigurðardóttur og Jóhönnu Stellu Jóhannsdóttur, um tungumál stærðfræðinnar og stærðfræðispjalli, en það er aðferð sem notuð er í skólanum til að tala um stærðfræði. Þá er spjalla við nokkra nemendur skólans.

Umfjöllun N4 um Húnavallaskóla má sjá hér.

Umfjöllun N4 um rafhleðslustöðvar á Húnavöllum má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga