Fréttir | 23. september 2020 - kl. 20:37
KÁ sigrað - ÍH næst

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar tók á móti Knattspyrnufélagi Ásvalla á Blönduósvelli klukkan 16 í dag. Leikurinn var síðari viðureign liðanna í úrslitakeppni 4. deildar en fyrri leiknum lauk með jafntefli 2-2 í Hafnarfirði síðastliðinn laugardag. Strax á 6. mínútu skoraði Oliver James Kelaart Torres fyrir heimamenn og varð það eina mark leiksins. Kormákur/Hvöt er því komið áfram í úrslitakeppninni og mætir Íþróttafélagi Hafnarfjarðar í næstu umferð.

Fyrri leikurinn fer fram á Blönduósvelli á laugardaginn og seinni leikurinn í Hafnarfirði á miðvikudaginn eftir viku.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga