Fréttir | 26. september 2020 - kl. 16:03
Jafntefli á Blönduósvelli

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar tók á móti Íþróttafélagi Hafnarfjarðar á Blönduósvelli í dag í undanúrslitum 4. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu karla. ÍH skoraði fyrsta mark leiksins á 18. mínútu og staðan í hálfleik 0-1. Ingvi Rafn Ingvarsson jafnaði leikinn fyrir Kormák/Hvöt á 54. mínútu og ekki urðu mörkin fleiri. Liðin sættust því á jafnan hlut í dag en seinni leikur liðanna í undanúrslitunum fer fram í Hafnarfirði næstkomandi miðvikudag.

Leikurinn verður spilaður í Skessunni í Kaplakrika í Hafnarfirði klukkan 18 miðvikudaginn 30. september. Ef Kormákur/Hvöt sigrar í þeim leik kemst liðið í úrslitaleikinn og tryggja sér um leið sæti í 3. deild að ári.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga