Fréttir | 26. september 2020 - kl. 16:28
Embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra laust til umsóknar

Dómsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Á vef Stjórnarráðsins segir að sýslumenn fari með framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, hver í sínu umdæmi, eftir því sem lög og reglugerðir eða önnur stjórnvaldsfyrirmæli kveði á um. Auk hefðbundinna verkefna sýslumannsembætta þá annist Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra framkvæmd laga um sjóði og stofnanir sem starfi samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og rekstri innheimtumiðstöðvar.

Nánari upplýsingar um starfið og hæfniskröfur má finna hér en dómsmálaráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. janúar 2021. Umsóknarfrestur er til 1. október næstkomandi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga