Fréttir | 28. september 2020 - kl. 14:30
Þrír í einangrun vegna kórónuveirusmits á Norðurlandi vestra

Þrír eru nú í einangrun á Norðurlandi vestra vegna COVID-19 smits og fimm eru í sóttkví, samkvæmt nýjum upplýsingum á covid.is. Þar kemur fram að í gær hafi 39 kórónuveirusmit greinst innanlands, þar af 33 í einkennasýnatökum og 6 í sóttkvíar- og handahófsskimunum. Áttatíu og sjö prósent þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu eða 34 manns.

Alls eru nú 492 í einangrun, sem er fjölgun um 37 síðan í gær. Fimm liggja á sjúkrahúsi.

Tek­in voru 1.385 sýni, þar af 602 ein­kenna­sýni hjá veiru- og sýkla­fræðideild Land­spít­al­ans og Íslenskri erfðagrein­ingu. 

Sjá nánari upplýsingar á www.covid.is

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga