Gamla Blöndubrúin nýuppgerð
Gamla Blöndubrúin nýuppgerð
Skjáskot af Morgunblaðinu í dag
Skjáskot af Morgunblaðinu í dag
Fréttir | 28. september 2020 - kl. 15:27
Gamla Blöndubrúin fær nýtt hlutverk

Í Morgunblaðinu í dag er heilsíðuumfjöllun framkvæmdir Blönduósbæjar við að bæta aðgengi út í Hrútey. Verkið hófst árið 2018 þegar bílastæði við Norðurlandsveg var malbikað og göngustígur niður að brúarstæðinu var breikkaður og malbikaður. Eftir er að setja upp salernisaðstöðu og steypa undirstöður fyrir nýja göngubrú. Nýlega var samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir uppsteypun og verið er að gera gömlu Blöndubrúna upp sem nýja göngubrú.

Haft er eftir Valdimari O. Hermannssyni, sveitarstjóra Blönduósbæjar, í Morgunblaðinu í dag að verkefnið sé kostnaðarsamt og áætlar hann að alls kosti framkvæmdin um 80 milljónir króna. Framlög hafi fengist frá Vegagerðinni og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en að öðru leyti fjármagni Blönduósbær verkefnið. Valdimar vonast eftir framlagi frá sjóðnum á næsta ári til að hægt sé að ljúka framkvæmdinni.

Tengdar fréttir:

Blönduósbær fær styrk til göngu- og hjólreiðastígagerðar við Hrútey
Stórbætt aðgengi að Hrútey
Framkvæmdir hafnar við Hrútey

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga