Benedikt Rafnsson. Ljósm: hunathing.is
Benedikt Rafnsson. Ljósm: hunathing.is
Fréttir | 30. september 2020 - kl. 13:09
Nýr veitustjóri Húnaþings vestra

Sveitarfélagið Húnaþing vestra hefur ráðið Benedikt Rafnsson í starf veitustjóra frá og með 1. nóvember næstkomandi. Benedikt er með BSc. próf í véla- og orkutæknifræði og meistararéttindi í vélvirkjun. Hann hefur starfað sem sölu- og tækniráðgjafi og gæðastjóri hjá Set ehf. og um tíma sem framleiðslustjóri hjá RST Net.

Benedikt hefur haldgóða þekkingu á veitukerfum, hönnun veitna og góða þekkingu á veituefnum, að því er segir á vef Húnaþings vestra.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga