Fréttir | 30. september 2020 - kl. 20:19
Skellur í Skessunni

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar mætti ofjörlum sínum í Skessunni í Hafnarfirði í kvöld þegar seinni undanúrslitaleikur 4. deildar í knattspyrnu karla var spilaður. Andstæðingurinn, Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, skoraði sjö mörk í leiknum en Kormákur/Hvöt eitt. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli á Blönduósvelli. Úrslitin þýða að Kormákur/Hvöt spilar um þriðja sæti 4. deildar, gegn Hamri frá Hveragerði á laugardaginn. Með sigri hefði liðið komist í úrslitaleik deildarinnar og fengið sæti í 3. deild að ári. Hilmar Þór Kárason skoraði mark Kormáks/Hvatar og kom það á 70. mínútu leiksins og breytti þá stöðunni úr 5-0 í 5-1. 

Kormákur/Hvöt tapaði aðeins tveimur leikjum af tólf í riðlakeppni 4. deildar í sumar og endaði efst í B-riðli. Liðið sigraði svo KÁ í átta liða úrslitum deildarinnar en þurfti að játa sig sigrað gegn ÍH í undanúrslitunum í kvöld eins og áður sagði.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga