Staðan 30. september 2020.
Staðan 30. september 2020.
Fréttir | 01. október 2020 - kl. 11:08
Upplýsingatafla um COVID-19 birt á ný

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur birt að nýju upplýsingatöflu um stöðuna á COVID-19 faraldrinum í umdæminu. Í henni kemur fram að 30. september síðastliðinn voru þrír eru í einangrun vegna kórónuveirusmits, tveir í Húnaþingi vestra og einn á Sauðárkróki. Fjórir voru í sóttkví, tveir á Skagaströnd og tveir í Húnaþingi vestra. Í tilkynningu er athygli vakin á því að þrátt fyrir að fram komi að í umdæminu séu einstaklingar í einangrun þýði það ekki endilega að viðkomandi hafi smitast þar.

Í tilkynningunni segir að það sé einmitt þannig með þá aðila sem nú séu í einangrun, smitin eru tilkomin af öðrum svæðum. „Einnig getur það gerst að einstaklingur skráist í einangrun á Norðurlandi vestra þar sem hann á lögheimili en er í einangruninni engu að síður annars staðar. Þessa hluti er reynt að leiðrétta eins og hægt er jafn óðum,“ segir í tilkynningunni.

Taflan segir stöðuna eins og hún var 30.september.  Önnur tafla verður gefin út á sama tíma í næstu viku, svo framar að ekkert breytist.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga