Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Fréttir | 13. október 2020 - kl. 10:24
Unnið að nýrri menntastefnu í Húnaþingi vestra

Sveitarfélagið Húnaþing vestra vinnur nú að gerð nýrrar menntastefnu. Tilgangurinn er að ná víðtækri samstöðu um framtíðaráherslur í skóla- og frístundastarfi í Húnaþingi vestra og skerpa á forgangsröðun mikilvægustu umbótaverkefna. Lögð er áhersla á að ná fram viðhorfum og hugmyndum allra hagsmunaaðila í skólastarfi við mótun menntastefnunnar og áhersluþátta hennar. Þannig fá allir íbúar sveitarfélagsins tækifæri til að koma sínum hugmyndum og vangaveltum á framfæri.

Menntastefnan verður unnin með sameiginlegri rýni allra íbúa Húnaþings vestra sem og öllum hagsmunaaðilum og drög að stefnunni verða unnin út frá þeim ábendingum sem berast. Menntastefnan verður svo kynnt á vef Húnaþings vestra til athugasemda.

Íbúar Húnaþings vestra geta tekið þátt hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga