Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Fréttir | 13. október 2020 - kl. 13:58
Skertri þjónustu mótmælt

Byggðarráði Húnaþings vestra hafa borist kvartanir frá íbúum sveitarfélagsins vegna styttri opnunartíma lyfjaverslunar Lyfju á Hvammstanga. Byggðarráðið mótmælir skerðingu á þjónustu við íbúa Húnaþings vestra með styttingu opnunartíma Lyfju og hefur falið sveitarstjóra að senda erindi til fyrirtækisins og óska eftir að opnunartímanum verði haldið óbreyttum.

„Á tímum óvissu og vegna aðstæðna í samfélaginu er mikilvægt að þjónusta lyfjaverslunar sé óbreytt,“ segir í bókun byggðarráð frá fundi 5. október síðastliðnum.

Þar er einnig að finna bókum um lokun útbús TM á Hvammstanga og er henni harðlega mótmælt. Sveitarstjóra var falið að óska eftir fundi með fulltrúum TM vegna lokun útibúsins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga