Fréttir | 14. október 2020 - kl. 18:36
Tekjusamdrætti mætt með lántöku

Mikill tekjusamdráttur blasir við hjá Blönduósbæ í ár og hefur sveitarstjórn samþykkt að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir allt að 150 milljónir króna til að mæta honum. Gert er ráð fyrir að tekjur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga skerðist um allt að 50 milljónir á þessu ári og að útsvarstekjur skerðist um allt að 35 milljónir. Þá er launakostnaður á árinu um 30 milljónir umfram áætlun. Að auki er ljós að aðrar rekstrartekjur hafa dregist saman vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta kemur fram í bókun á sveitarstjórnarfundi Blönduósbæjar sem haldin var 12. október síðastliðinn. Þar var samþykkt að taka allt að 150 milljónir króna í lán til 35 ára, í samræmi við fyrirliggjandi lánstilboð frá Lánasjóði sveitarfélaga. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga