Fréttir | 15. október 2020 - kl. 14:23
Sérstakt eftirlit með ljósabúnaði ökutækja

Lögreglan á Norðurlandi vestra er með sérstak eftirlit með ljósabúnaði ökutækja í umferðinni þessa dagana. Í facebookfærslu lögreglunnar segir að nú þegar farið er að dimma verulega sé mjög mikilvægt að ökumenn fari yfir ljósabúnað ökutækja sinna. „Hvetjum hér með alla að fara vandlega yfir ljósabúnað áður en ekið er af stað. Í myrkrinu er einnig mikilvægt að gangandi og hjólandi vegfarendur séu vel upplýstir,“ segir í facebookfærslunni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga