Mynd: covid.is
Mynd: covid.is
Fréttir | 19. október 2020 - kl. 15:00
Engin smit og enginn í sóttkví á Norðurlandi vestra

Samkvæmt tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra eru engin smit skráð á svæðinu og enginn er í sóttkví. „Hún er einstaklega ánægjuleg taflan okkar í dag. Höldum vöku okkar, sinnum okkar persónulegu sóttvörnum og saman komumst við í gegnum þetta,“ segir í tilkynningunni. Alls greindust 42 ný kórónuveirusmit innanlands í gær. Af þeim voru 74% í sóttkví en ellefu utan sóttkvíar.

Á höfuðborg­ar­svæðinu eru 1.075 í ein­angr­un og 2.341 í sótt­kví. Á Aust­ur­landi er eng­inn í ein­angr­un, þar eru fjór­ir í sótt­kví. Á Suður­nesj­um eru 54 smitaðir og 261 í sótt­kví. Á Suður­landi eru 50 í ein­angr­un og 51 í sótt­kví. Á Norður­landi eystra eru 26 í ein­angr­un og 168 í sótt­kví. Á Vest­fjörðum eru sex í ein­angr­un og einn í sótt­kví. Á Vest­ur­landi eru 16 smitaðir og 17 í sótt­kví. Óstaðsett­ir eru sjö smitaðir og 35 í sótt­kví. 

Á morgun tekur í gildi ný reglugerð um sóttvarnaráðstafanir. Við smíði hennar voru höfð að leiðarljósi þau meginsjónarmið sóttvarnaráðstafana að gætt sé því að fólk haldi fjarlægð sín á milli, komi ekki saman í stórum hópum og deili ekki sameiginlegum snertiflötum nema þeir séu sótthreinsaðir á milli einstaklinga. Jafnframt eru lýðheilsusjónarmið lögð til grundvallar með áherslu á að sem flestir geti stundað íþróttir og heilsurækt í einhverjum mæli.

Sjá tilkynningu frá heilbrigðisráðherra hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga