Fréttir | 20. október 2020 - kl. 15:06
Framtíð atvinnulífs á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra standa fyrir vefráðstefnu 22. október næstkomandi, sem ber yfirskriftina Framtíð atvinnulífs á Norðurlandi vestra. Ráðstefnan stendur yfir frá klukkan 13-16:30 og verður streymt á facebooksíðu samtakanna. Fyrirlesarar koma úr ýmsum áttum en eiga allir það sameiginlegt að ræða um tækifæri sem felast í landshlutanum, í landbúnaði, sjávarútvegi, ferðaþjónustu, nýsköpun og menningu svo fátt eitt sé talið.

Meðal fyrirlesara eru Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við Háskólann á Akureyri, Sigríður Þormóðsdóttir, yfirmaður nýsköpunar í lífiðnaði hjá Innovation Norway og Dr. Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans.

Dagskrána má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga