Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 28. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 16:26 0 0°C
Laxárdalsh. 16:26 0 0°C
Vatnsskarð 16:26 0 0°C
Þverárfjall 16:26 0 0°C
Kjalarnes 16:26 0 0°C
Hafnarfjall 16:26 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
22. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
17. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
11. mars 2024
Pistlar | 25. október 2020 - kl. 12:24
Stökuspjall: Rós í grænum dölum
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

„Sölvi Sveinsson var búhöldur mikill, hagmæltur og vel gefinn. Hann átti gott bú og marga sauði. Bæinn á Syðri-Löngumýri byggði hann upp og var hann mjög stór. Efnið mest rekaviður sóttur á Strandir. Þrjú voru baðstofuhús og stór stofa með lofti yfir fremst í syðstu bæjarröðinni og var hún öll klædd með harðvið, loftið einnig.“ Þannig lýsir Bjarni kennari og fræðimaður í Blöndudalshólum búskap eldri Sölva á Syðri-Löngumýri f.1795, föður hagyrðingsins í Blöndudalnum, Sölva Sölvasonar sem flutti 1876 til Ameríku – sig og fjölskyldu sína - og skildi eftir  þessa fallegu kveðjuvísu undir Tindastóli þaðan sem skipið lagði frá landi:

Á er fallinn bráður byr.
Biðjum hljóðir, vinir:
Lifið allir alsælir
Íslands góðu synir.

En ekki hurfu allir yfir hafið breiða, eftir varð Helga Sölvadóttir, elsta dóttirin sem giftist Ólafi Gíslasyni, bóndasyni frá Eyvindarstöðum í sama dal, en ungu hjónin gerðu síðan bú á Eiríksstöðum í Svartárdal, eignuðust soninn skáldmælta, Gísla Ólafsson, Hannes og Vilborgu. Hagmælska hefur síðan blómstrað hjá Sölvaniðjum, en af þriðju kynslóð urðu nafnkunn fyrir vísna- og ljóðasmíði þau Guðrún Gísladóttir á Sauðárkróki og Þórhildur og Torfi Sveinsbörn og Vilborgar frá Hóli í Svartárdal.

Berðu mig lengra bænum frá
beisladýrið móða
svo ég megi hátta hjá
hjartanu mínu góða.

Að finna blíðu faldaföll
fýsir tíðum halinn
og að ríða yfir fjöll
ofan í Víðidalinn.

Sölvi átti unnustu vestur í Víðidal, frænku sína Solveigu frá Ytri-Löngumýri en faðir hennar hafði flutt þangað vestur og bjó með seinni konu sinni á Kolugili.

Um Ólöfu systur hennar samdi Inga Dóra Björnsdóttir bókina Ólöf eskimói/2004 og segir þar af ástamálum Solveigar og Sölva: „Það var ekki lengi sem Sölvi þurfti að ríða langa leið til funda við heitkonu sína, því Solveig réð sig í vist á heimili hans að Syðri-Löngumýri árið 1853. Tveimur árum síðar, þann 3. Júní 1855, voru þau gefin saman í hjónaband í Svínavatnskirkju. Hjúskaparvottar voru þeir Jón Pálmason frá Sólheimum og Erlendur Pálmason í Tungunesi. Ungu hjónin hófu búskap á æskuheimili Solveigar að Ytri-Löngumýri.

Um dóttur sína Ólöfu orti Sölvi:

Engan finn ég á þér brest
Ólöf kinnarjóða
þú ert minna barna best
blessunin mín góða.

Ólöf var þriðja barn foreldra sinna, fædd dvergur, en fór vestur með föður sínum og stjúpu, en var fermd í Auðkúlukirkju 19. maí 1872 af Jóni Þórðarsyni sóknarpresti, prófasti og bróðursyni Jóns Árnasonar.

Skilnaður varð hjá skáldinu Sölva og Solveigu konu hans en hann tók saman við vinnukonuna Soffíu Eyjólfsdóttur og þau áttu eftir að búa saman í 30 ár. En Sölvi var lítill búmaður, bjó á Ytri-Löngumýri, flutti tíu árum síðar að Rútsstöðum með fjölskyldu sinni þar sem skilnaðurinn varð þeirra Sölva og Solveigar  og eiginkonan fór frá búi og átta börnum til vestur til föður að Kolugili í Víðidal.

En Sölvi og nýja konan, Soffía fluttu að Mosfelli, fóru síðar í húsmennsku, hún að Svínavatni hann að Syðri-Löngumýri, sum börnin í fóstur, en þau svo sameinuðu fjölskylduna á ný að Syðri-Löngumýri, fluttu þaðan að Brandsstöðum og urðu þar leiguliðar 1871.

Soffía hafði verið vinnukona í Steinárseli áður en hún kom til þeirra Sölva á Rútsstöðum með soninn Magnús Björnsson. Fimm árum síðar flutti Sölvi svo með fjölskyldu sína frá Brandsstöðum vestur um haf. Bústofn hans á Brandsstöðum var: 3 kýr og kelfdar kvígur, eitt veturgamalt naut, 27 ær með lömbum, 10 geldar ær, 14 gemlingar, 3 hross og 3 trippi.

Frá Brandsstaðaárum þeirra geymist þessi myndríka kersknisvísa Sölva:

Augun mæna ástarhlý
eftir vænum hölum.
Hefur rænu rýra því
rós í grænum dölum.

Saga fylgir af vinnukonunni Rósu, sem þóttist eins vel borin til atlota við Sölva og Soffía. „Olli það henni ógleði stundum að slíkt gat ekki orðið.“ Pétur Sigurðsson birtir nokkrar vísur Sölva í Húnavöku 1987 og söguna af af Rósu með augun ástarhlý.

Um Blöndu kvað Sölvi:

Blöndu vegnar vel um stund
voða regni alin
þessi megna Ýmisund
æðir gegnum dalinn.

Um Ólaf á Eiríksstöðum, sem varð tengdasonur Sölva orti Sölvi:

Ei með loppin ástapör
oft í skoppar bónorðsför
hans er snoppan haldin rör
hefir topp á efri vör.

Um sundurgerð Ólafs á Eiríksstöðum, sem varð fyrstur manna til skrýðast kápu er hann fór til útreiða um Blöndudalinn orti Sölvi:

Þó að skrápist húð á hal
og hrundir glápi víða.
Eina drápu eg yrkja skal
um þann kápusíða

Ekki er getið um tilefni næstu vísu:

Er að stokka Ólafur
öllum kokkum meiri.
Hristir lokka hárprúður
hringadokkum geðfeldum.

Þórhildur Sveinsdóttir orti ljóð um langafa sína, vísurnar um Sölva hljóma þannig:

Lipur ljóðasmiður
Löngumýrar-Sölvi
mælti oft af munni
mergjaða rímnastuðla.
Átti innst í hjarta
eflda trúarvissu
sýndi engum auðmýkt
utan guði sínum.

Oft var hart í ári
ótal sagnir herma.
Sumir létu úr landi
litu það aldrei framar.
Sölvi braust með börnin
bjargar leiðir kanna.
Ein var dóttir eftir
aðeins níu vetra.

Helga Sölvadóttir á Eiríksstöðum var sú dóttir.

Heimildir og ítarefni:
Inga Dóra Björnsdóttir Ólöf eskimói Rv. 2004
Pétur Sigurðsson Skeggsstöðum: Þrír bændahöfðingjar í Bólstaðarhlíðarhreppi á 19. öld: https://timarit.is/page/6349309?iabr=on#page/n83/mode/2up

 

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið