Mynd: ssnv.is
Mynd: ssnv.is
Fréttir | 26. október 2020 - kl. 16:32
Árs- og haustþing SSNV haldið í fjarfundi

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra héldu sitt 28. ársþing síðastliðinn föstudag og fór það fram í fjarfundi. Samhliða ársþinginu var 4. haustþing samtakanna haldið. Ársþingið átti að fara fram í apríl en var frestað og þegar líða tók á samkomutakmarkanir var ákveðið að halda árs- og haustþing samhliða. Þetta var í fyrsta sinn sem þing samtakanna er haldið í fjarfundi og tókst framkvæmdin vel, að því er segir á vef SSNV. Ný stjórn var kjörin á ársþinginu.

Auk hefðbundinna þingstarfa var ný stjórn kjörin til tveggja ára. Stjórnina skipa:

Ingibjörg Huld Þórðardóttir, formaður, sveitarfélaginu Skagafirði
Álfhildur Leifsdóttir, sveitarfélaginu Skagafirði
Halldór Gunnar Ólafsson, sveitarfélaginu Skagaströnd
Anna Margrét Sigurðardóttir, Blönduósbæ
Þorleifur Karl Eggertsson, Húnaþingi vestra

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga