Fréttir | 28. október 2020 - kl. 11:45
Lyfja endurskoðaði opnunartímann en TM lokar

Byggðarráð og sveitarstjórn Húnaþings vestra hafa mótmælt boðaðri skerðingu á þjónustu TM og Lyfju á Hvammstanga. Lyfja boðaði styttingu á opnunartíma og TM hefur ákveðið að loka útibú sínu. Lyfja hefur nú tekið til endurskoðunar opnunartíma sinn og verður útibúið opið frá klukkan 11-16. Byggðarráð fagnar ákvörðuninni og leggur áherslu á að góð dagleg þjónusta skipti íbúa Húnaþings vestra miklu máli. TM telur aftur á móti óumflýjanlegt að loka útibúinu.

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra á mánudaginn var lagt fram til kynningar svar frá Tryggingamiðstöðinni vegna bókunar sveitarstjórnar frá 8. október síðastliðnum um lokun útibúsins á Hvammstanga. Í svarinu kemur fram að TM telur óumflýjanlegt að loka útibúinu og mun skrifstofa TM á Akureyri taka við umsjón með þjónustu á svæðinu. Þá segir í svarinu að TM leggi áherslu á stafræna þróun lausna og telur sig vel undirbúin til að þjónusta viðskiptavini á þann máta. Byggðarráð ítrekaði fyrri ósk sína um að fá fund með forsvarsmönnum TM.

Tengd frétt:
Skertri þjónustu mótmælt

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga