Fréttir | 29. október 2020 - kl. 10:40
Eldur í Húnaþingi vantar framkvæmdastjóra

Eldur í Húnaþingi óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Leitað er eftir einstaklingi eða hópi til að taka að sér skipulag og framkvæmd hátíðarinnar á næsta ári, 2021. Eldur í Húnaþingi er árleg hátíð á Hvammstanga sem hóf göngu sína árið 2003. Fyrst var hátíðin unglistahátíð en hefur þróast yfir í fjölskyldu- og bæjarhátíð. Hátíðin hefur mikið gildi fyrir íbúa Húnaþins vestra.

Áhugasamir eru beðnir um að senda umsókn á eldurihun@gmail.com og er umsóknarfrestur til og með 11. nóvember næstkomandi. Nánari upplýsingar fást hjá Valda í síma 848 2017.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga