Staðan 16.11.2020
Staðan 16.11.2020
Fréttir | 16. nóvember 2020 - kl. 14:29
Sex í einangrun - einn í sóttkví

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra uppfærði í dag skráningu yfir þá sem eru í einangrun og sóttkví vegna kórónuveirufarsóttarinnar. Nú eru sex í einangrun og einn í sóttkví samanber meðfylgjandi töflu. „Áfram heldur þetta að síga niður á við í rólegheitunum,“ segir í tilkynningu frá aðgerðastjórninni.

Níu ný kórónuveirusmit greindist hér á landi í gær og voru sex í sóttkví við greiningu. Nú liggja 59 á sjúkrahúsi vegna faraldursins og fækkar um þrjá milli daga. Þrír eru á gjörgæslu. 693 eru í sóttkví og 340 í einangrun.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga