Mynd frá AST Norðurlandi vestra, staðan 18.11.2020
Mynd frá AST Norðurlandi vestra, staðan 18.11.2020
Fréttir | 19. nóvember 2020 - kl. 11:18
Tveir í einangrun og einn í sóttkví

Fjöldi þeirra sem eru í einangrun og sóttkví vegna kórónuveirufarsóttarinnar á Norðurlandi vestra hefur minnkað jafnt og þétt á við síðustu vikur. Samkvæmt tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á svæðinu eru núna tveir í einangrun og einn í sóttkví. Sömu sögu er að segja um landið allt og eru nú 233 í einangrun og hafa ekki verið jafn fáir síðan um miðjan september.

Alls greindust fjögur kórónu í gær. Tveir voru í sóttkví en tveir fyrir utan. Í sóttkví eru 348 en 816 í skimunarsóttkví. Á sjúkrahúsi eru 52 sjúklingar með COVID-19 og af þeim eru fjórir á gjörgæslu.

Sjá nánar á www.covid.is.   

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga