Fréttir | 19. nóvember 2020 - kl. 11:51
Breyting gerð á fjárhagsáætlun Skagastrandar

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur gert breytingu á fjárhagsáætlun sinni vegna ársins 2020, annars vegnar vegna rekstrar og hins vegar vegna fjárfestinga. Í viðauka við fjárhagsáætlunina sem lagður var fram á fundi sveitarstjórnar í gær er gert ráð fyrir 36,8 milljón króna aukningu á útgjöldum og að fjárfestingar dragist saman um þrjár milljónir. Gert er ráð fyrir að mæta niðurstöðu viðaukans, að fjárhæð 33,8 milljón krónur, með lækkun á handbæru fé.

Helstu breytingar varðandi rekstur tengjast framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, snjómokstri, grunnskóla, leikskóla, opnum svæðum, girðingum og rekstrarstyrk til Nes listamiðstöðvar. Helstu breytingar varðandi fjárfestingar tengjast framkvæmdum við skóla og fyrirhuguðum framkvæmdum við Fellsborg, íþróttahús og sundlaug, sem var frestað.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga