Frá Hvammstanga. Ljósm: hunathing.is
Frá Hvammstanga. Ljósm: hunathing.is
Fréttir | 20. nóvember 2020 - kl. 11:07
Skorað á sveitarstjórn að skipuleggja íþrótta- og útvistarsvæðið í Hvammi

Ungmennaráð Húnaþings vestra hefur áhuga á að framtíðarsýn sveitarfélagsins verði sýnileg og skorar á sveitarstjórn að fara af stað með að skipuleggja íþrótta- og útivistarsvæðið í Hvammi. Fulltrúar í ráðinu óska eftir því að taka þátt í þeirri vinnu til að hafa áhrif á hvað það er sem ungt fólk vill fá inn á svæðið enda muni ungt fólk nýta það í tengslum við íþróttir og útivist, ásamt öðrum íbúum.

Þetta kom fram á fundi ungmennaráðsins í gær. Til umræðu var einnig afsláttur af gjöldum fyrir ungmenni. Ungmennaráðið óskar eftir því við sveitarstjórn að afsláttur verði veittur af gjöldum fyrir ungmenni frá 18-25 ára, sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu og var íþróttamiðstöðin nefnd sem dæmi. Einnig hvetur ráðið önnur félagasamtök til að veita afslátt af sínum gjöldum.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga