Fréttir | 21. nóvember 2020 - kl. 09:09
Hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar

Textílmiðstöðin á Blönduósi er að fara af stað með hönnunar- og prjónasamkeppni í tilefni Prjónagleðinnar sem haldin verður á Blönduósi 11.-13. júní á næsta ári. Verkefnið er hanna á og prjóna vesti fyrir barn eða fullorðinn. Þema keppninnar er áferð í náttúru Íslands og ber að hafa það í huga við hönnunina, sem skal vera ný. Óheimilt er að nota áður útgefin prjónamynstur eða uppskriftir. Vestin skulu handprjónuð úr íslenskri ull. Sagan á bak við hönnunina skal fylgja með, útprentuð.

Síðasti skiladagur er 1. maí 2021. Dómnefnd vel þrjú efstu sætin og verða úrslit kynnt á Prjónagleðinni 2021, þar sem verðlaun verða afhent. Vestin sem taka þátt í keppninni verða til sýnis á meðan á hátíðinni stendur.

Sjá nánari upplýsingar um skil á vef Textílmiðstöðvarinnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga