Fréttir | 21. nóvember 2020 - kl. 09:39
Metfjöldi umsókna í Uppbyggingarsjóð

Alls bárust 123 umsóknir til Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra en frestur til að sækja um fyrir árið 2021 rann út 16. nóvember síðastliðinn. Sótt var um fyrir samtals 228 milljónir en til úthlutunar eru rúmar 70 milljónir. Þetta eru nokkru fleiri umsóknir en undanfarin ár og aldrei hafa borist fleiri umsóknir í atvinnuþróunar- og nýsköpunarhluta sjóðsins, að því er segir á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Nú fer í hönd yfirferð umsókna hjá úthlutunarnefnd og fagráðum Uppbyggingarsjóðs. Stefnt er að því að svör berist umsækjendum fyrir áramót.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga