Tilkynningar | 23. nóvember 2020 - kl. 13:50
Listasýning á bókasafninu
Frá Héraðsbókasafni A-Hún. á Blönduósi

Frá deginum í dag til fimmtudags 26. nóvember verður sýning á verkum Kärt Ojavee (Ph.D.) á bókasafninu á Blönduósi. Kärt er listamaður, hönnuður og fyrirlesari frá Eistlandi og styrkhafi í Textíllistamiðstöðinni á Blönduósi (Nordic-Baltic scholarship styrkt af Nordic Culture Point). Hún starfar einnig hjá innanhúsarktítektúrdeild Listaháskólans í Tallinn á sviði bíotextíl.

Kärt hefur verið í Textíllistamiðstöðinni síðan í október. Þar hefur hún unnið með mismunandi efni og veftækni og rannsakað hlutverk textíls í sögulegu og pólitísku samhengi.

Á bókasafninu mun hún sýna fjóra hluti ofna úr hvítu efni sem hafa sögulega þýðingu: sjal, klút, handklæði og höfuðfat. Sýningin er sett þannig upp að hægt er að sjá hana í gegnum stóra gluggann sem snýr að Blöndu. Ekki þarf að að fara inn á safnið. Tveir hlutir eru sýndir í einu og skipt verður um hluti á miðvikudag.

Sýningin er undirbúningur fyrir stærri viðburð sem haldin verður í Tallinn í febrúar 2021 í HOP gallery.

Heimasíðu Kärt:  https://www.k-o-i.ee

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga